10.4.2007 | 12:31
Hvar er blessaða jafnréttið?
Það er mjög gott mál að þessir landhelgisbrjótar séu loks komnir til síns heima,enda fóru Íranar offorsi í þessu máli öllu saman,eins og fólk hefur kannski heyrt er búið að bjóða þessu fólki miklar upphæðir fyrir sögu þess. Kallarnir fá 3 millur en Konan hátt í 30. þarna sitja menn ekki við sama borðið,kannski er hennar frásögn meira krassandi? En það er ágætt hjá henni að hafa sagt forseta kvikindinu til syndanna,ekta breskt kvendi þar á ferðinni.
Segist hafa sagt Íransforseta til syndanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Garðar Hafsteinsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara verið að brjóta á jafnrétti þegar konur eru í minni hluta og þá heitir það feminismi en ekki jafnrétti.
Hefuru einhvern tíma heyrt um að kall kæri stofnun þegar kona fær starf en ekki kallinn? þó að þau séu jafnhæf.... en ef kallinn fær starfið þá verður kellan brjál.
R (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:55
Gott hjá henni að segja forsetakvikindinu til syndanna? Þetta er það hallærislegasta sem ég hef séð. Þau eru búin að ljúga að Íranir hafi farið illa með sig og síðan er sýnt video af þeim að að skemmta sér, borða og spila borðtennis. Sé fyrir mér Íranska hermenn tekna í BNA eða UK að spila borðtennis!
Högni (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 13:19
Bíddu, á að fara nú að rífast í "feministum" yfir því að þessari konu hafi verið boðin meiri upphæð en körlunum? Ég get fullyrt að "feministar" hafa ekkert með þetta að gera. Kannski seldi hún sig bara dýrar en karlarnir? Kannski héldu þeir sem buðu henni fjárhæðina að frásögn hennar yrði meira krassandi sem eina konan í hópnum og skikkuð til að ganga með þessa slæðu sem er lögbundin í Íran? Og hvað kemur þetta stofnunum og ráðningum við? give me a break... langsótt eða hvað? Sumir vilja nú klína öllu yfir á þessu "ógeðslegu, hættulegu feminista"... ég er nú hræddari við frímúrararegluna en feminista...
Og Högni hefur rétt fyrir sér held ég, þetta er haugalygi.
Einn hissa (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:12
Heyrðu "Einn hissa" það þarf nú ekki að taka þessari athugasemd minni svona rosalega inn á sig. Þetta er bara mín skoðun þegar umræðan um jafnrétti ber á góma og átti ekki bara við þessa tilteknu bloggfærslu hjá honum Garðari heldur bara svona almennt.
R (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.